Stóðréttir í Víðidal

Í dag stendur yfir stóðsmölun í Víðidalstungurétt en stóðið verður í dag rekið til byggða. Hátíðarhöldin í kringum réttirnar hófust hins vegar strax í gærkvöld með sölusýningu á Gauksmýri.

 

 

Gert er ráð fyrir að stóðið nái til byggða nú um hádegi en eins og menn vita getur slíkt dregist. Í kvöld verður síðan boðið upp á kjötsúpu í Víðigerði. Í fyrramálið verður stóðið síðan rekið í réttirnar og munu smalarnir fara af stað með stóðið stundvíslega kl. 10 og hefjast þá réttarstörf. Í réttinni stendur Kvenfélagið Freyja fyrir happdrætti og fæst miði með því að versla veitingar af félaginu. Aðalvinningurinn er folald !!

Í Víðidalstungurétt má jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa. Búast má við uppboði á völdum hrossum þar sem hægt verður að nálgast draumahestinn á viðráðanlegu verði. Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar heldur uppi sveiflunni eins og honum einum er lagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir