Stöðumat á smitandi hósta í hrossum

Niðurstöður úr krufningum hrossa með smitandi hósta, sem lógað var í rannsóknaskyni á Tilraunastöðinni á Keldum, benda eindregið til að einkenni veikinnar megi rekja til streptókokkasýkingar (Streptococcus Zooepidemicus) í hálsi hrossanna. Enn er unnið að rannsóknum á uppruna sýkingarinnar. 

Á vef Matvælastofnunar segir að jákvæð ræktun á streptókokkum úr nasastroksýnum fyrstu 2-3 vikur eftir smit samhliða því að bera fer á hósta og slím- eða graftarkenndu nefrennsli bendir til að bakteríusýkingin búi fyrst um sig í slímhúð í hálsi og breiðist síðan út í nefhol og niður í barka. Alla jafna  fer sýkingin ekki í gegnum slímhúðina og hefur bakterían ekki ræktast í líffærum.

Sjá nánar HÉR

Fleiri fréttir