Stóra upplestrarkeppnin í kvöld

Sigurvegarar undankeppninnar í Varmahlíðarskóla. Fv, Rósanna Valdimarsdóttir, Jórunn Rögnvaldsdóttir og til vara varð Brynjólfur Birkir Þrastarson

Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í kvöld í sal bóknámshúss Fjölbrautarskólans. Þar koma fram 7. bekkingar grunnskóla Skagafjarðar og Siglufjarðar og lesa upp fyrir áhorfendur og dómara brot úr skáldverki og ljóð.

Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitt verða verðlaun. Nemendur frá Tónlistaskóla Skagafjarðar leika á hljóðfæri.

Allir velkomnir

Fleiri fréttir