Stórleikur í Síkinu á morgun

Fyrsti leikur ársins hjá meistaraflokki Tindastóls fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 8. janúar, og hefst kl. 19:15. Um er að ræða stórleik þar sem Stólarnir taka á móti Stjörnunni.

Strákarnir hafa verið að standa sig með glans á tímabilinu og eru í 2. sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan er í því þriðja með 14 stig.

Allir eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja Stólana til sigurs. Áfram Tindastóll!

Fleiri fréttir