Stórtap á Akureyri í gærkveldi
Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði KA á Akureyrarvelli í gærkveldi. Mikil átök og hiti var í leiknum þar sem sjö gul spjöld og eitt rautt litu dagsins ljós, segir á vefnum fótbolti.net.
KA-menn komust strax yfir á 8. mínútu með marki frá Stefáni Þór Pálssyni. Rétt fyrir lok fyrri háfleiks fékk leikmaður Tindastóls, Kári Eiríksson, sitt annað gula spjald í leiknum og Stólarnir því manni færri í 60 mínútur. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir KA.
KA-menn sóttu hart að Stólunum í síðari hálfleik og á 64. mínútu skoraði Hallgrímur Már annað mark KA-inga í leiknum. Tveimur mínútum síðar bætti Hallgrímur svo við þriðja marki KA-inga eftir að hann skoraði örugglega úr víti. Það var svo Úlfar Valsson sem skoraði fjórða og síðasta markið í leiknum. Lokatölur 4-0 fyrir KA.
Eftir leikinn er KA í 8. sæti með þrjú stig en Tindastóll í því neðsta með tvö stig.
Næsti leikur hjá Stólunum er mánudaginn 9. júní, en þá mæta þeir liði Selfoss á JÁVERK-vellinum á Selfossi.