Strand Yoga á morgun á Borgarsandi

Í tengslum við opnun Norðurstrandarvegar, Arctic Coast Way, á morgun laugardag 8. júní mun Manoranjan Chand bjóða upp á strand yoga á Borgarsandi við Sauðárkrók klukkan 13.

Tilvalið fyrir alla þá sem vilja á einhvern hátt taka þátt í opnunarhátíð þessa verkefnis sem vakið hefur heimsathygli.

Formleg opnun verður við Hvammstanga og Bakkafjörð klukkan 10:00 þar sem klippt verður á borða og opnuninni fagnað með ýmsum uppákomum víðsvegar um svæðið. Sjá HÉR 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir