Strandvegi lokað vegna sjógangs

Svona er ástandið við húsnæði Fisk Seafood á Eyrinni en sjór hefur gengið á land í því brimróti sem nú er í norðanáttinni. Mynd: Atli Freyr Kolbeinsson.
Svona er ástandið við húsnæði Fisk Seafood á Eyrinni en sjór hefur gengið á land í því brimróti sem nú er í norðanáttinni. Mynd: Atli Freyr Kolbeinsson.

Búið er að loka Strandveginum á Sauðárkróki þar sem mikill sjór gengur yfir veginn. Á Facebook-síðu Svf. Skagafjarðar er vídeó sem staðfestir sjóganginn og eru vegfarendur því  beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni (hjá Kjötafurðastöð KS) þar til aðstæður breytast.

 

Strandvegur ófær

Mikill sjór gengur yfir Strandveginn á Sauðárkróki og eru vegfarendur beðnir að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni (hjá Kjötafurðastöð KS). Veginum hefur verið lokað þangað til aðstæður breytast.

Posted by Sveitarfélagið Skagafjörður on Mánudagur, 10. febrúar 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir