Strandveiðin byrjaði á mánudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni
08.05.2025
kl. 12.15

Hér er bræðurnir Haukur og Teddi að ræða málin en þeir eru reyndar á grásleppuveiðum þegar þessi mynd var tekin á dögunum. Mynd: Þráinn Þorvaldsson.
Það verður fjör hjá smábátaeigendum í sumar því strandveiðitímabilið byrjaði af fullum krafti á mánudaginn síðastliðinn. Fyrir þá sem sóttu um leyfið og fengu geta sótt sjóinn í alls 48 daga. Þessir dagar skiptast niður í 12 daga á mánuði í fjóra mánuði og má einungis róa á mán., þrið., mið. og fimmtudögum. Þá má fiska 774 kíló á dag og á þetta fyrirkomulag að tryggja fullt jafnræði milli landshluta en sl. ár hefur strandveiðin verið stöðvuð löngu áður en tímabilið er búið, eða um miðjan júlí.