Stúdíó Benmen aðstoðar lagahöfunda fyrir Dægurlagakeppni
Sigfús Benediktsson, í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki hefur haft nóg að gera síðan hann opnaði stúdíó sitt snemma á árinu en fjölmargir hafa lagt leið sína til Fúsa eins og hann er kallaður til að taka upp lag, lög eða jafnvel heila plötu.
Að sögn Fúsa er nóg að gera en Fúsi býður nú lagahöfundum sem hyggjast taka upp demo til að geta tekið þátt í Dægurlagakeppni á Sæluviku þjónustu sína. „Ég get bæði tekið upp við undirleik höfunda auk þess sem ég get aðstoðað við útsetningar og að spila inn á upptökur,“ segir Fúsi í samtali við Feyki.is.
Áhugasamir lagahöfundar geta haft samband við Fúsa í síma 8483160 eða sent honum línu á netfangið sigfusben@gmail.com.