Sumarhátíðin Bjartar nætur

Bjartar nætur verða í Hamarsbúð á Vatnsnesi laugardaginn 20. júní og hefst kl. 19:00. Þar bjóða Húsfreyjurnar gestum að sérstæðu Fjöruhlaðborði sem svignar undan fjölbreyttum og sjaldséðum mat. Áhugasömum skal bent á að matseðillinn er birtur á Norðanáttinni. Miðaverð er kr. 3.000 fyrir fullorðna og kr. 1.000 fyrir 6-12 ára.

 

Farin verður gönguferð með leiðsögn  þennan sama dag. Gengin verður ströndin frá Ánastaðastapa að Hamarsbúð. 7 km löng leið sem flestir geta gengið. Gott útsýni til Strandafjalla.

Brottför kl. 16:00 frá Ánastaðastapa. Upplýsingar gefur Gudrun í síma 898-5154.

Fleiri fréttir