Sumarvinna fyrir háskólanema

Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki leitar eftir tveim háskólanemum í verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Háskólinn á Hólum leitar að einum starfsmanni.

NMÍ fékk styrk til verkefnisins „Bestun í staðsetningarvali fyrir afurðastöð kúamykju“ en verkefnið snýst um að reikna út hagkvæmni og staðsetningu fyrir framleiðslustöð metangass þar sem kúamykja er hráefnið. Verkefnið hentar best nemum í viðskipta og verkfræðigreinum en aðrir eru einnig hvattir til að kynna sér verkefnið.

Áhugasamir hafi samband við Þorstein Broddason hjá NMÍ á Sauðárkróki, 522 9482 eða steini@nmi.is  

Háskólann á Hólum starfsmann til vinnu í Verinu við áhugavert verkefni sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna og heitir: "Áhrif súrefnismettunar á efnaskipti sandhverfu ". Verkefnið mun nemandinn vinna í samstarfi við sérfræðinga skólans.

Upplýsingar veitir Helgi Thorarensen

Fleiri fréttir