Sundátak í Blönduósbæ

Íþróttamiðstöðin á Blönduósi efnir til sundátaks 1.-15. október. Börn að 18 ára aldri er boðið frítt í sund á þessu tímabili og eru þau hvött til að koma oftar í sund og nýta sér betur þessa frábæru sundlaug og aðstöðu sem boðið er uppá á Blönduósi. Húni.is greinir frá þessu.

„Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar vonar að foreldrar taki þátt í átakinu og mæti með börnunum eða hvetji þau til að iðka sund reglulega,“ segir loks á Húna.is.

Fleiri fréttir