Sundlaugarbygging gengur vel

Rokgangur er í sundlaugarbyggingu á Blönduósi en á stöðufundi í síðustu viku var búið að steypa allar undirstöður í kjallaranum nema í norðurbyggingunni. Steyptir hafa verið suðurveggir í kjallara og sökklar undir pottum. Stefnt er að því að steypa sundlaugarker í annari viku í nóvember.
Enn er beðið eftir gögnum frá fleiri framleiðendum vatnsrennibrauta til þess að bera saman aðra valkosti en stefnt er að sameiginlegum hönnunarfundi í vikunni.

Fleiri fréttir