Sveinbjörn Skúlason semur við Tindastól

 

Sveinbjörn Skúlason til í slaginn.

Sveinbjörn Skúlason hefur samið við körfuknattleiksdeild Tindastóls til eins árs. Hann spilaði á síðasta tímabili með Hetti á Egilsstöðum.

Sveinbjörn er 24 ára gamall, Suðurnesjamaður að upplagi og lék með Keflavík í yngri flokkunum en hann hefur einnig spilað með Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og núna síðast Hetti á Egilsstöðum í meistaraflokki.

Svenni er bakvörður og getur bæði spilað stöðu leikstjórnanda og skotbakvörð. Hann styrkir leikmannahóp Tindastóls mikið fyrir átökin næsta vetur.

-Sveinbirni er ætlað að styðja aðalleikstjórnanda liðsins, sem verður erlendur. Hann mun einnig bregða sér í skotbakvörðinn ef að líkum lætur, segir Karl Jónsson, þjálfari liðsins. -Svenni er að vinna að því hörðum höndum að koma sér í sitt besta form og þá mun hann styrka liðið okkar mikið. Hann hefur áhuga á að sanna sig í úrvalsdeildinni og hérna fær hann gott tækifæri til þess að vinna í sínum málum og koma sér í gott form. Þegar hann er kominn þangað hef ég trú á að hann eigi eftir að hjálpa okkur mikið, bætir Karl við

Fleiri fréttir