Sveitarfélagið harmar lokun starfsstöðvar
Á fundir sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var ítrekuð bókun frá 670. Fundi byggðarráðs, vegna uppsagnar Vinnumálastofnunar á leigusamningi við sveitarfélagið um húsnæði á Faxatorgi 1.
Sveitarstjórn tók undir bókun byggðaráðs frá 4. september sl. og lagði fram svohljóðandi bókun á fundinum í gær:
„Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka starfsstöð sinni á Sauðárkróki. Ákvörðun um slíkt er í algjörri andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og á skjön við þá byggðastefnu sem boðuð hefur verið. Sveitastjórn hvetur stjórnvöld til að tryggja að forstöðumenn ríkisstofnana gangi í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og standi vörð um opinber störf á landsbyggðinni. Í ljósi þessa hvetur byggðarráð Vinnumálastofnun til að endurskoða ákvörðun sína varðadi lokun starfstöðvarinnar á Sauðárkróki.“