Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi
veitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi úr verkefninu WiFi4EU, en verkefnið WiFi4EU gerir sveitarfélögum innan Evrópu kleift að sækja um styrk að upphæð 15.000 evrum. Styrkurinn er ætlaður í uppsetningu á þráðlausu netsambandi (free hotspot) í opinberu rými (almenningsrými) fyrir íbúa sveitarfélaga og voru það þrjú íslensk sveitarfélög sem hlutu styrkinn að þessu sinni eða Sveitarfélagið Skagafjörður, Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg.
Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að alls hafi 2.800 sveitarfélög hlotið styrk af þeim 13.000 sem sóttu um innan EES-svæðisins. Tekið var við umsóknum 7. til 9. nóvember sl. en styrkhafar eru dregnir út úr þeim umsóknum sem berast. Að þessu sinni voru 42 milljónir evra til skiptanna og nemur hver styrkur 15.000 evrum.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.