Sveitarfélagið Skagaströnd fellir niður gatnagerðargjöld

Frá Skagaströnd. Mynd:FE
Frá Skagaströnd. Mynd:FE

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur auglýst afslátt allra gatnagerðargjalda vegna bygginga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Er það gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 20. ágúst sl. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 1. maí 2020 og skulu byggingarframkvæmdir á lóðunum hafnar innan árs frá úthlutun.

Samþykkt fundarins hljóðar svo:

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkir að auglýsa sérstaklega byggingarlóðir við þegar tilbúnar götur þannig að veittur verði afsláttur allra gatnagerðagjalda vegna bygginga á lóðunum.
Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. maí 2020, en umsóknir sem berast innan umsóknarfrests verða afgreiddar af hafnar- og skipulagsnefnd eftir því sem efni standa til og gildir röð umsókn um nýtingu fyrrgreinds afsláttar.
Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að byggingarframkvæmdir skuli hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar hafi hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára. Að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðargjalda.

Nánari upplýsingar um byggingarlóðir er að finna á vef Skagastrandar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir