Sveitarfélögin í Skagafirði kanna kosti og galla sameiningar

Mynd: Ragnar Thorarensen
Mynd: Ragnar Thorarensen

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar 2. júní síðastliðinn var möguleg sameining Sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps rædd. Undir þeim lið sátu, auk Byggðarráðs, fulltrúar Akrahrepps þau Eyþór Einarsson, Drífa Árnadóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Þorkell Gíslason.

Í fundargerð byggðarráðs kemur eftirfarandi bókun fram:

Samþykkt var að fela Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps að leita eftir tilboðum í ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna.“

Í fundargerð hreppsnefndar Akrahrepps 6. júní sl. kom fram sama bókun en bætt var við: „leita eftir tilboðum í ráðgjöf, gangaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á kostum, göllum og tækifærum annars vegar sameiningar og hinsvegar áframhaldandi samstarfs sveitarfélaganna. Málið er komið í ferli og vonast er til þess að samráð við íbúa geti hafist sem fyrst.“


Tengdar fréttir:
Bjóða Akrahreppi upp í sameiningardans

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir