Sveitasæla í Skagafirði

Hér er dagskráin í heild sinni um helgina.
Hér er dagskráin í heild sinni um helgina.

Núna um helgina verður haldin hin árlega Sveitasæla í Reiðhöllinni Svaðastaðir. Blaðamaður Feykis hafði samband við Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem heldur utan um hátíðina.

Já vitið þið rómantíkin svífur yfir þegar orðið Sveitasæla er nefnd, gamlar minningar um sveitadrauminn koma í hugann, samveruna við náttúruna, dýrin og sig sjálfan. Ég held að það sé ekki bara ég sem sé fyrir mér fallegan sólríkan dag með skoppandi lömbum, lykt af nýslegnu og snúnu heyi þegar hugsað er til sveitarinnar, eða skemmtuninni við réttirnar og allt góða nestið sem fylgdi göngum. Það eru óteljandi verkin í sveitinni og ekki skortir vinnusemina í íslenskum bændum. Skagfirskir bændur hafa verið duglegir að skapa nýjar leiðir til nýtingar auka afurða landbúnaðarins, nýta allt til fullnustu. Þeir hafa einnig verið afar duglegir að stækka bú sín, byggja fjós, fjárhús, hesthús, nýta nýjustu tækni, tækjakost og búa landbúnaðinum sem bestu mögulegu aðstöðu. Núna um helgina geta allir gleymt sér í sælu sveitarinnar.

Sveitasælan verður núna haldin í 15 skipti. Hún er haldin af öllum búgreinafélögum Skagafjarðar, Sveitarfélaginu Skagafirði, Búnaðarsambandi Skagafjarðar og Flugu. Samvinnan og sameiningar mátturinn skiptir gríðarlega miklu máli fyrir skagfirskan landbúnað og í að viðhalda jákvæðri kynningu á íslenskum landbúnaði. Dagskráin hefur verið afar fjölþætt en fastir punktar eru; dýragarður, fyrirtækja-sölu sýning, handverksmarkaður, afþreying og skemmtun fyrir börn og opin bú. Hátíðin hafur einhvern ævintýra sjarma yfir sér, margir Skagfirðingar og bara margir héðan og þaðan eru aldnir upp í sveit, hafa verið í sveit á sumrin og eiga minningar úr sveitinni og rómantíska sveitadýrðin er endur upplifuð á Sveitasælunni. Einnig þeir sem þekkja ekkert til sveita ná að upplifa þessa fallegu og yndislegu menningu og þennan sveitadraum, tengsl við dýrin og náttúruna.

Í landbúnaðarhéraðinu Skagafirði hefur verið mikil vitundar vakning og uppgrip í að nýta allt hráefni sem mest og bændamarkaðurinn verður að sjálfsögðu á sælunni. Einnig er glæsileg hátíð sem kallast Réttir-foodfestival í gangi sem samtvinnast svakalega vel við dagskrá Sveitasælunnar, eins og upptaka kartaflna, allskyns íslenskur og skagfirskur matur í boði á ýmsum stöðum, heimboð til landnámsgeitanna og gæti haldið endalaust áfram.  Svo mun hestamannafélagið Skagfirðingur halda Fákaflug- opið gæðingamót, föstudag og laugardag, sem enginn má missa af. 146 knapar munu keppa um Fákameistarann 2019 og ég er svo spennt fyrir kappreiðunum.Sveitasælan er Skagfirsk og stórkostleg og Skagfirðingar þekktir fyrir að gleðjast og halda glæsilega viðburði. Dagskráin talar svo líka sínu máli. Eitthvað fyrir alla. Forsetinn, Guðrún Tryggvadóttir fyrsta kona sem gegnir embættinu formaður Bændasamtaka Íslands, Leikhópurinn Vinir með leikritið um Karíus og Baktus, Sirkus Íslands, kálfasýning, hrútaþukl, leitin að nálinni í heystakki, flottasta lopapeysan, klaufskurður í höndum Axel Kára dýralæknis og körfuboltastjörnu, tónlistar atriði, opin bú, trúbbastemmari í anddyrinu með Sigvalda Helga á laugardagskvöldinu.Harmonikkuball á Búminjasafninu Lindarbæ, traktorsvöfflukaffi á Samgönguminjasafninu Stóragerði, pilsaþytur, hoppukastalar og fleira og fleira.

Það er ókeypis aðgangur og Sælan er fyrir alla- Taumlaus gleði og glaumur, dýrlegur sveitadraumur eru lokaorð Vordísarinnar. Nú er um að gera að upplifa Sveitasæluna með fjölskyldunni.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir