Sviðamessa að hætti Húsfreyjanna

 Húsfreyjurnar á Vatnnesi munu um  helgina standa fyrir  hinni árlega Sviðamessu í Hamarsbúð á Vatnsnesi n.k. föstudag og laugardag og að auki laugardaginn 16. október ef næg þátttaka fæst.

Margt góðra kræsinga verður á boðstólnum eins og vant er, t.d. ný, söltuð og reykt svið, sviðalappir og kviðsvið. Borðhaldið hefst kl. 20:00. 

Miðaverð er kr. 3.000,- og er hægt að panta miða hjá Heiðu í síma 451 2696 til 7. október. 

Allur ágóði rennur til góðgerðarmála í héraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir