Sviðamessa í Hamarsbúð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
25.09.2014
kl. 15.42
Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 10. október, laugardaginn 11. október og laugardaginn 18. október næstkomandi. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum og kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Borðhald hefst kl. 20 öll kvöldin. Miðaverð er kr. 4.000. Eingöngu er tekið á móti pöntunum í síma 847 7845, Bára (ekki tölvupósti), frá og með 6. - 9. október n.k. eftir kl. 17. Í tilkynningu frá Húsfreyjunum segir að allur ágóði renni til góðgerðamála í héraði.