Svipmyndir frá 17. júní hátíðarhöldum á Sauðárkróki

Skrúðgangan. Mynd: SMH
Skrúðgangan. Mynd: SMH

17. júní var haldin hátíðlegur á Sauðárkróki með miklum myndarskap. Hátíðarhöldin hófust á Skaffóplaninu þar sem hestar voru teymdir undir börnum og skátarnir buðu upp á andlitsmálningu og seldu blöðrur. Frá Skaffóplaninu var farið í skrúðgöngu og marserað var á íþróttavöllinn þar sem hátíðardagskrá fór fram.

Stefán Vagn flutti hátíðarræðu og Karlakórinn Heimir flutti nokkur lög en þetta er í fyrsta skipti í 16 mánuði sem kórinn syngur opinberlega en aldrei hefur orðið jafn langt hlé á starfsemi kórsins frá stofnun hans. Fjallkona dagsins var Rannveig Sigrún Stefánsdóttir og mætti hún á svið ásamt konum úr pilsaþyt og flutti ljóð. Glæsilegt ungt fólk frá Leikfélagi Sauðárkróks mætti og tók nokkur lög úr frívaktinni og Atli Dagur mætti og tók tvö frumsaminn lög vopnaður gítar, píanó og lykkjuvél (e. loopstation). Sirkus unga fólksins lokaði síðan dagskránni með skemmtilegum sirkusatriðum. Að dagskrá lokinni mætti Hvolpasveitin, blásnir voru upp hoppukastalar og meistaraflokkar Tindastóls í fótbolta buðu upp á leiki og vítaspyrnukeppnir.

Glæsileg 17. júní hátíðarhöld á Sauðárkróki og gaman að sjá fólk loksins koma saman.

Myndirnar tók Sæþór Már Hinriksson, blaðamaður Feykis.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir