Sýndarveruleikasamstarfssamningur til sveitarstjórnar

Frá kynningu á sýndarveruleikaævintýri sem senn mun opna að Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Frá kynningu á sýndarveruleikaævintýri sem senn mun opna að Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Mynd: PF.

Á fund byggðarráðs Svf.Skagafjarðar í gær komu Ingvi Jökull Logason, forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Í fundargerð kemur fram að byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að vísa samstarfssamningi um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar ásamt fylgigögnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Vinstri græn og óháð eru andvíg samningunum og lagði fulltrúi þeirra  í Byggðaráði fram eftirfarandi bókun:

„Þrátt fyrir breytingar á nokkrum atriðum í samningsdrögum, eiga þeir fyrirvarar og gagnrýni sem VG og óháð hafa áður sett fram vegna málsins enn við í meginatriðum. Því er afstaðan óbreytt. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar við fyrirtöku á fyrirhuguðum sveitarstjórnarfundi. VG og óháð eru andvíg samningunum í núverandi mynd.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir