Syngur einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg

Ólafur Freyr Birkisson frá Höllustöðum í Blöndudal. Mynd: Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Ólafur Freyr Birkisson frá Höllustöðum í Blöndudal. Mynd: Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Ólafur Freyr Birkisson mun syngja einsöng annað kvöld á tónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg. Ólafur er frá Höllustöðum í Blöndudal, sonur Kristínar Pálsdóttur og Birkis Hólm Freyssonar.

Ólafur Freyr er bass-baritónn og lauk bakkalárnámi í söng frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands nú í vor. Áður nam hann við Söngskólann í Reykjavík.

Á sviði hefur Ólafur gegnt ýmsum hlutverkum. Þau hlutverk sem þar má einkum nefna eru Dantes í verðlaunaóperunni „Ekkert er sorglegra en manneskjan“ eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson, Vigfús í ævintýraóperunni „Mærþöll“ eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Gísla í „Raven's Kiss“ eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson, og Tevye í „Fiðlaranum á þakinu“ undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og Chantelle Carey.

Ólafur hefur einnig komið fram sem einsöngvari með Kór Langholtskirkju og á kammertónlistahátíðinni Seiglu sem haldin var í Hörpu á vegum Schumannfélagsins kom hann fram sem flytjandi árið 2022.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir