Sýningar frestast á Línu Langsokk
Vegna óviðráðanlegra ástæðna þarf að fella niður tvær sýningar á Línu Langsokk í næstu viku, þriðjudaginn 29. október og miðvikudag 30. október. Er fólki bent á að panta miða snemma á aðrar sýningar þar sem styttist í annan endann á sýningartímabilinu.
Frumsýnt var föstudaginn 18. október fyrir fullu húsi og verður 6. sýning á morgun föstudag. Alls hafa 13 sýningar verið auglýstar og sú síðasta sunnudaginn 3. nóvember.
Miðapantanir eru í síma 849 9434 og er almennt miðaverð kr. 3500 en hópar, eldri borgarar, öryrkjar og grunn- og leikskólabörn kr. 3000.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningardag og sýnir stemningu hjá leikurum fyrir frumsýningu. Eins og glöggir sjá er mikið um skyldleika í hópnum, feðgin, mæðgur, feðgar, systur, systkin, frændur og frænkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.