Sýslumaðurinn á Blönduósi hástökkvarinn

Í árlegri könnun SFR um stofnun ársins reynist sýslumaðurinn á Blönduósi vera hástökkvari ársins, en stofnunin hækkar sig um 43 sæti, úr raðeinkunn 38 í 81. Raðeinkunn segir til um hvar stofnunin stendur hlutfallslega miðað við aðrar stofnanir á listanum. Sýslumaðurinn á Blönduósi er nú í 13. sæti á lista yfir stofnanir með 20-49 starfsmenn.

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2014 voru kynntar í Hörpu síðast liðinn fimmtudag, að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki. Sjálfsbjargarheimilið er sigurvegari þriðja árið í röð í flokki stórra stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Einkaleyfastofan er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins. Í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 bar Héraðsdómur Suðurlands sigur úr býtum. Nánar má lesa um könnunina hér.

Nokkrar aðrar stofnanir á Norðurlandi vestra komast á blað á umræddum listum. Þannig er Sýslumaðurinn á Sauðárkróki í 7. sæti á lista stofnana með færri en 20 starfsmenn. Þá er Byggðastofnun í 23. sæti og Háskólinn á Hólum í 39. sæti á lista stofnana með 20-49 starfsmenn. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er í 26. sæti og Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi í 44. sæti meðal stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri.

Fleiri fréttir