Systkinin Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS

Klúbbmeistarar GSS 2020 Anna Karen og Arnar Geir. Mynd af gss.is.
Klúbbmeistarar GSS 2020 Anna Karen og Arnar Geir. Mynd af gss.is.

Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 8. - 11. júlí í góðu veðri.  Þátttaka var góð og var keppt í sjö flokkum. Klúbbmeistarar GSS árið 2020 eru systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir. 

Á heimasíðu klúbbsins kemur fram að mótinu hafi lokið með verðlaunaafhendingu í lokahófi í golfskálanum þar sem snæddur var góður matur frá KK restaurant.
Nánari upplýsingar um úrslit eru á golf.is og fleiri myndir á gss.is.

Fyrir ættfræðiþyrsta lesendur eru þau Anna Karen og Arnar Geir börn Katrínar Gylfadóttur og Hjartar Geirmundssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir