Tæpar 19 milljónir til 33 aðila

Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði þrjátíu og þremur aðilum verkefnastyrki við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Hvammstanga í gær.

 


Alls bárust umsóknir frá 48 aðilum og samtals var óskað eftir tæpum 47 milljónum króna.
Hæstu styrkina kr. 1,6 millj. hlutu Sögusetur íslenska hestsins sem sótti um fyrir 2 verkefni og Ópera Skagafjarðar kr. 1,5 millj. vegna uppfærslu á óperunni Rigoletto.

Fleiri fréttir