Tap gegn Víking Ó. á laugardaginn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.06.2014
kl. 11.36
Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli mætti liði Víkings Ó. á Ólafsvíkurvelli sl. laugardag. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og sóttu heimamenn hart að Stólunum.
Í síðari hluta seinni hálfleiks dæmir dómarinn hendi inni í teig og Víkingur Ó. fær víti. Antonio Jose Espinosa Mossi skoraði örugglega úr vítinu og kom Víkingi yfir. Lokatölur leiksins 1-0 fyrir Víking Ó.
Stólarnir eru í 12. og neðsta sæti riðilsins með 2 stig eftir 7 leiki.
Næsti leikur er föstudaginn 27. júní en þá taka Stólarnir á móti Þrótti R. á Sauðárkróksvelli og hefst leikurinn kl. 20:00.