Tap hjá Tindastóli á Sauðárkróksvelli í dag

ÍA sigraði lið Tindastóls 5-0 í 1. deild karla í dag í fyrsta „alvöru“ heimaleik Stólana á tímabilinu en ekki hefur verið hægt leika á Sauðárkróki fyrr en nú vegna bágs ástands vallarins. 

Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir lið ÍA. Fyrsta mark hans kom á 9. mínútu, annað á 45. mínútu og það þriðja var síðasta mark leiksins á 80. mínútu. Auk hans skoruðu Ármann Smári Björnsson mark á 61. mínútu og Wentzel Steinarr R Kamban setti boltann í netið á 77. mínútu.

Tvær áminningar voru veittar á hvort lið á leiknum. José Carlos Perny Figura og Bjarki Már Árnason í Tindastól fengu sitthvort gula spjaldið og sömu söguna er að segja með Hjört Júlíus Hjartarson og Sindra Snæfells Kristinsson í ÍA.

Eins og fyrr segir endaði leikurinn með tapi Tindastóls 5-0 og situr liðið neðst í deildinni með 2 stig. ÍA er í 2. sæti með 12 stig.

Áhorfendur létu ekki rigningarúða stoppa sig í að styðja sína menn og mættu 82 manns á völlinn.

Hart var barist um boltann í leiknum. /BÞ

 

Fleiri fréttir