Tapað – fundið
feykir.is
Skagafjörður
10.05.2019
kl. 11.01
Fyrir nokkru fannst silfurlitað MY LETRA hálsmen fyrir utan Landsbankann á Sauðárkróki og er í geymslu í afgreiðslu bankans. Eigandinn getur vitjað þess þar með því að upplýsa hvaða stafur er á framhlið mensins.
Fleiri fréttir
-
Landsmót Samfés á Blönduósi gekk framar öllum vonum
Mikið var um að vera á Blönduósi sl. helgi þegar Landsmót Samfés var haldið. Þetta var ekki fyrsta landsmót Samfés sem haldið er á Blönduósi því fyrsta landsmótið fór fram þar árið 1990. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárusdóttur, menningar-, Íþrótta-, og tómstundafulltrúa Húnabyggðar, var stemningin frábær og mikið líf og fjör í bænum alla helgina.Meira -
Fræðsluviðburðir um sniglarækt
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 08.10.2025 kl. 08.50 oli@feykir.isEimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur, frumkvöðla og aðra áhugasama um sjálfbæra nýsköpun í landbúnaði á Íslandi. Fræðslufundir ver'a á Hvammstanga 14. október og á Sauðárkróki 15. október.Meira -
Spáð vonskuveðri á Öxnadalsheiði í kvöld
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 08.10.2025 kl. 08.33 oli@feykir.isKröpp lægð gengur nú yfir landið og gulum veðurviðvörunum hefur verið skellt á sunnan- og vestanvert landið þar sem reiknað er með að vindur verði snarpari en hér norðanlands. Engu að síður er gert ráð fyrir roki og rigningu hér á Norðurlandi vestra þó reikna megi með að Skagfirðingar fái heldur meira af bleytunni en Húnvetningar.Meira -
Aukatónleikar Jólin Heima komnir í sölu
Uppselt er orðið á kvöldtónleika Jólin Heima sem fram fara þann 6. desember í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Tónleikahaldarar hafa því dottið niður á þá snilldarhugmynd að bæta við aukatónleikum og hefjast þeir kl. 17:00 og að sjálfsögðu verður sama sjóið í boði á aukasýningunni – full keyrsla og allir í jólastuði!Meira -
IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 í Laugardalshöll
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 07.10.2025 kl. 11.02 oli@feykir.isDagana 9. til 11. október verður IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 haldin í Laugardalshöll. Iðnaður á Íslandi er afar fjölþættur og skapar um 41% útflutningstekna þjóðarinnar. IÐNAÐARSÝNINGIN 2025 endurspeglar þessa breidd og verður hún með stærri sýningum hér á landi en á annað hundrað fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.Meira