Tapaði ferðatösku um verslunarmannahelgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.08.2010
kl. 09.00
Gestur einn sem sótti Síldarævintýrið á Siglufirði heim lenti í því að týna íþróttatösku sem í voru ballskórnir ásamt öðrum skóm. Hefur leitað víða en ekki fundið.
Taskan sem var á palli bifreiðar Kristínu Helgu hefur einhversstaðar frá Holtavörðuheiði og til Siglufjarðar ákveðið að fylgja ekki eigenda sínum heldur drífa sig af pallinum. Nú leitar eigandinn Kristín Helga að töskunni og biður þá sem hugsanlega hafa séð töskuna sem er svört og ferköntuð og full af skóm að hafa samband við sig í síma 896 3147. Í boði eru fundarlaun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.