Teitur Árnason sigurvegari Skagfirsku mótaraðarinnar
Fjórða og síðasta mót Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Það var Teitur Árnason sem stóð upp úr sem sigurvegari mótaraðarinnar í 1. flokki en hann var stigahæstur eftir veturinn með 34 stig.
Stigahæst eftir veturinn í 2. flokki var Birna M. Sigurbjörnsdóttir var með 38 stig, í Ungmennaflokki varð það Jón Helgi Sigurgeirsson með 36 stig, Ingunn Ingólfsdóttir í Unglingaflokki með 46 stig og Stefanía Sigfúsdóttir sigraði í Barnaflokki með 46 stig.
Í keppni fjórgangi sigraði Hjörvar Ágústson í 1. flokki á Björk frá Narfastöðum, í 2. flokki voru Ingunn Sandra Arnþórsdóttir á Djákna frá Hæli og Birna M. Sigurbjörnsdóttir á Gammi frá Enni með jafnmörg stig en eftir sætaröðun dómara varð Ingunn í 1. sæti og Birna í 2. sæti.
Elín Magnea Björnsdóttir var í 1. sæti í Ungmennaflokki á Stefni frá Hofstaðaseli, Ingunn Ingólfsdóttir sigraði á Ljósku frá Borgareyrum í Unglingaflokki og Stefanía Sigfúsdóttir og Ljómi frá Tungu í Barnaflokki.
| Úrslit í Skagfirsku Mótaröðinni (Lokamót vetrarins) miðvikudaginn 29.april | |||
| Forkeppni Barnaflokk | |||
| 1 | Stefanía Sigfúsdóttir | Ljómi frá Tungu | 6,47 |
| 2 | Júlía Kristín Pálsdóttir | Flugar frá Flugumýri | 5,8 |
| 3 | Freydís Þóra Bergsdóttir | Svartálfur frá Sauðárkróki | 5,7 |
| 4 | Björg Ingólfsdóttir | Morri frá Hjarðarhaga | 5,67 |
| 5 | Jódís Helga Káradóttir | Ópera frá Skefilsstöðum | 4,87 |
| 6 | Katrín Ösp Bergsdóttir | Hvellur frá Narfastöðum | 4,67 |
| 7 | Guðný Rúna Vésteinsdóttir | Glymur frá Hofstaðaseli | 3,87 |
| Úrslit Barnaflokk | |||
| 1 | Stefanía Sigfúsdóttir | Ljómi frá Tungu | 6,38 |
| 2 | Freydís Þóra Bergsdóttir | Svartálfur frá Sauðárkróki | 6 |
| 3 | Júlía Kristín Pálsdóttir | Flugar frá Flugumýri | 5,96 |
| 4 | Björg Ingólfsdóttir | Morri frá Hjarðarhaga | 5,71 |
| 5 | Jódís Helga Káradóttir | Ópera frá Skefilsstöðum | 5,21 |
| Stefanía Sigfúsdóttir var stigahæst eftir veturinn með 46 stig | |||
| Úrslit Unglingaflokk | |||
| 1 | Ingunn Ingólfsdóttir | Ljóska frá Borgareyrum | 6,4 |
| 2 | Þórdís Inga Pálsdóttir | Hrímnir frá Skúfsstöðum | 6,23 |
| 3 | Guðmar Freyr Magnússon | Björgun frá Ásgeirsbrekku | 5,67 |
| 4 | Herjólfur Hrafn Stefánsson | Svalgrá frá Glæsibæ | 5,17 |
| Ingunn Ingólfsdóttir var Stigahæst eftir veturinn með 46 stig | |||
| Forkeppni Ungmennaflokk | |||
| 1 | Elín Magnea Björnsdóttir | Stefnir frá Hofstaðaseli | 6,37 |
| 2 | Jón Helgi Sigurgeirsson | Suðri frá Enni | 6,3 |
| 3 | Arnar Heimir Lárusson | Gríma frá Efri-Fitjum | 6,27 |
| 4 | Ragnheiður Petra Óladóttir | Daniel frá Vatnsleysu | 6,17 |
| 5 | Sonja S. Sigurgeirsdóttir | Melódía frá Sauðárkróki | 6 |
| 6 | Birna Olivia Ödqvist | Jafet frá Lækjarmóti | 5,9 |
| 7 | Fanndís Ósk Pálsdóttir | Biskup frá Sauðárkróki | 5,17 |
| 8 | Rósanna Valdimarsdóttir | Blakkur frá Bergstöðum | 5,1 |
| 9 | Tatjana Gerken | Hökull frá Þorkellshóli 2 | 4,3 |
| Úrslit Ungmennaflokk | |||
| 1 | Elín Magnea Björnsdóttir | Stefnir frá Hofstaðaseli | 6,77 |
| 2 | Ragnheiður Petra Óladóttir | Daniel frá Vatnsleysu | 6,63 |
| 3 | Arnar Heimir Lárusson | Gríma frá Efri-Fitjum | 6,3 |
| 4 | Jón Helgi Sigurgeirsson | Suðri frá Enni | 6,27 |
| 5 | Sonja S. Sigurgeirsdóttir | Melódía frá Sauðárkróki | 5,97 |
| Jón Helgi Sigurgeirsson var stigahæstur eftir veturinn með 36 stig | |||
| Forkeppni 2.flokk | |||
| 1 | Ingunn Sandra Arnþórsdóttir | Djákni frá Hæli | 6,07 |
| 2 | Birna M. Sigurbjörnsdóttir | Gammur frá Enni | 5,9 |
| 3 | Sif Kerger | Rák frá Efra-Seli | 5,8 |
| 4 | Ingunn Sandra Arnþórsdóttir | Demantur frá Gýgjarhóli | 5,73 |
| 5 | Þóranna Másdóttir | Ganti frá Dalbæ | 5,57 |
| 6 | Stefán Ö. Reynisson | Rökkvablær frá Sauðárkróki | 5,37 |
| 7 | Stefán Ingi Gestsson | Vordís frá Hóli | 5,03 |
| 8 | Stefán Ö. Reynisson | Dynjandi frá Sauðárkróki | 4,97 |
| 9 | Rósa María Vésteinsdóttir | Hljómur frá Narfastöðum | 4,97 |
| 10 | Erla Guðrún Hjartardóttir | Ræll frá Varmalæk | 4,87 |
| 11 | Erla Guðrún Hjartardóttir | Litla-Gunna frá Syðra-Vallholti | 3,23 |
| Úrslit 2.flokk | |||
| 1 | Ingunn Sandra Arnþórsdóttir | Djákni frá Hæli | 6,13 |
| 2 | Birna M. Sigurbjörnsdóttir | Gammur frá Enni | 6,13 |
| 3 | Sif Kerger | Rák frá Efra-Seli | 5,77 |
| 4 | Stefán Ö. Reynisson | Rökkvablær frá Sauðárkróki | 5,57 |
| 5 | Þóranna Másdóttir | Ganti frá Dalbæ | 5,53 |
| Eftir sætaröðun dómara varð Ingunn í 1.sæti og Birna í 2.sæti | |||
| Birna M. Sigurbjörnsdóttir var stigahæst eftir veturinn með 38 stig | |||
| Forkeppni 1.flokk | |||
| 1 | Skapti Ragnar Skaptason | Fannar frá Hafsteinsstöðum | 6,43 |
| 2 | Hjörvar Ágústson | Björk frá Narfastöðum | 6,4 |
| 3 | Hlín Mainka Jóhannesdóttir | Ræll frá Hamraendum | 6,2 |
| 4 | Julía Lindmark | Spyrill frá Þúfum | 5,9 |
| 5 | Laufey Rún Sveinsdóttir | Harpa frá Barði | 5,9 |
| 6 | Hallfríður S. Óladóttir | Flipi frá Bergstöðum | 5,87 |
| 7 | Skapti Steinbjörnsson | Skák frá Hafsteinsstöðum | 5,83 |
| 8 | Skapti Ragnar Skaptason | Andvari frá Akureyri | 5,37 |
| Úrslit 1.flokk | |||
| 1 | Hjörvar Ágústson | Björk frá Narfastöðum | 6,63 |
| 2 | Skapti Ragnar Skaptason | Fannar frá Hafsteinsstöðum | 6,6 |
| 3 | Hlín Mainka Jóhannesdóttir | Ræll frá Hamraendum | 6,5 |
| 4 | Laufey Rún Sveinsdóttir | Harpa frá Barði | 6,3 |
| 5 | Julía Lindmark | Spyrill frá Þúfum | 6 |
| Teitur Árnason var stigahæstur eftir veturinn með 34 stig | |||
