Það er allt á kafi í snjó og áfram á að vera vont í dag

 

Það er allt að fara á kaf í snjó hér á Norðurlandi vestra en vonskuveður hefur verið undan farinn sólahring en ekki er gert ráð fyrir að fari að draga úr vindi fyrr en í kvöld. Töluverð ofankoma verður í dag en dálítil él á morgun. Á morgun verður norðan 8 – 13 en í dag norðan 15 – 20 m/s

 Mikil hálka er undir snjónum og því ljóst að þeir sem ekki eru á vetrardekkjum ættu ekki að hreyfa bíla sína í dag. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi en hálka og skafrenningur á öðrum leiðum. Ljóst er að miðað við spá getur færð spillst á stuttum tíma og því ekki ráðlegt að leggja í langferð nema að vel athuguðu máli.

Fleiri fréttir