Þæfingsfærð á Norðurlandi og gul veðurviðvörun

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Norðan hvassviðri (13-20 m/s) er á þessum stöðum með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Ströndum. Versnandi akstursskilyrði og eru ferðalangar hvattir til að sýna varkárni.

Hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð er á vegum á Norðurlandi og sumstaðar éljagangur, snjókoma eða jafnvel stórhríð eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Vegurinn um Þverárfjall er lokaður og beðið með mokstur vegna veðurs. Siglufjarðarvegur er einnig lokaður milli Ketiláss og Siglufjarðar vegna snjóflóðahættu.

Hættustigi er lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla í dag mánudag kl. 7:25 og vegurinn því lokaður og vegurinn um Víkurskarð er lokaður og beðið er með mokstur vegna veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir