Þeir sem mæta á bæði böllin fá frítt inn
Hinir einu og sönnu bræður kenndir við Hvanndal munu leika fyrir dansleik á Mælifelli á Sauðárkróki föstudagskvöld. Ekki er það í sjálfu sér ýkja fréttnæmt nema hvað bræðurnir hafa skorað á aðdáendur sína að mæta á ballið á Mælifelli á föstudagskvöld og á Spot í Kópavogi á laugardagskvöld og fá þá frítt inn. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhverjir partýglaðir bíti á hið girnilega agn þeirra bræðra.