„Þetta var mikið aksjón og skemmtilegt.“ Sigurður Frostason hættur eftir áratuga starf á Alexandersflugvelli

Sigurður Frostason við stjórnborðið í flugturni Alexandersflugvallar á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Sigurður Frostason við stjórnborðið í flugturni Alexandersflugvallar á Sauðárkróki. Mynd: PF.

„Þetta eru um 40 ár sem ég hef verið að gutla við þetta,“ sagði Sigurður Frostason er Feykir innti eftir þeim tíma sem hann hefur unnið við Alexandersflugvöll á Sauðárkróki en á sunnudaginn var hans síðasti dagur á launaskrá Isavia. Nú er komið að tímamótum hjá Sigurði sem ætlar að taka lífinu með ró og jafnvel að leggjast í ferðalög.

Sigurður segist hafa byrjað að vinna við flugvöllinn um 1980 og þá leyst Árna Blöndal af þegar á þurfti að halda og tekið svo við upp úr ´90 þegar Árni hættir störfum við völlinn.

Þá voru tvö flugfélög sem sáu um flugferðir á Krókinn og segir Sigurður þá hafa verið gaman og mikið að gera. Árið 2012 leggst áætlunarflug á Krókinn af og Sigurði sagt upp fastri vinnu en ráðinn aftur í hlutastarf til að sjá um sjúkraflug og annað tilfallandi. Var hann í annarri vinnu en fékk að skjótast þegar á þurfti að halda.

„Ég var á Vélaverkstæði KS og síðar á bílaverkstæðinu og var ákveðinn í að hætta að vinna um leið og ég hafði tækifæri á því en hafa þetta í bakhöndinni. En út af Covid var öllum eldri en 67 sagt upp hjá Isavia, þannig að það er búið og ég bara sáttur við það,“ segir Sigurður í viðtali í Feyki sem kom út í dag.

Sjá nánar HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir