Þjófar á ferð á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra biður fólk að vera á varðbergi. Og til að forðast misskilning er rétt að taka fram að þetta er ekki farartæki þjófanna. Þetta er lögreglubíll. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON
Lögreglan á Norðurlandi vestra biður fólk að vera á varðbergi. Og til að forðast misskilning er rétt að taka fram að þetta er ekki farartæki þjófanna. Þetta er lögreglubíll. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON

Síðastliðna nótt var brotist inn á þremur stöðum á Blönduósi og verðmætum stolið. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að einn aðili hafi verið handtekinn í tengslum við málið og er sá nú í haldi lögreglu. Málið var unnið í góðri samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Lögregluna á Norðurlandi eystra. 

Þá var annar aðili gómaður á Sauðárkróki seinnipartinn í dag þar sem hann var kominn inn í bíl sem lagt var við heimahús. Hafði sá ætlað að taka verkfæratösku sem var í bílnum. 

Lögreglan biður fólk um að vera vel á varðbergi gagnvart grunnsamlegum mannaferðum og hafa samband við lögreglu ef ástæða er til. Þá er fólki bent á að ganga vel frá verðmætum og læsa bílum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir