Þórð Guðjónsson í öruggt þingsæti !
Laugardaginn n.k. munu Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi kjósa sína fulltrúa á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Einn af þeim sem hafa gefið kost á sér er Þórður Guðjónsson frá Akranesi.
Ég hef verið það heppinn að fá að starfa með honum s.l. tvö ár hjá Knattspyrnufélagi IA þar sem Þórður er framkvæmdastjóri. Vinnubrögð hans og dugnaður í starfi er hreint til fyrirmyndar. Þórður er ótrúlega skipulagður og hrífur fólk í kringum sig til góðra verka. Alþingi Íslands þarf á mönnum eins og Þórði að halda til að takast á við þau verkefni sem framundan eru til að koma landinu á rétta braut að nýju.
Allir sem kynnst hafa Þórði vita hversu mikið lúfmenni hann er, rólegur, yfirvegaður og skapar góða nærveru.
Þórður er glæsilegur fulltrúi ungu kynslóðarinar sem eru að taka við keflinu innan Sjálfstæðisflokksins og hann mun skapa ferska vinda innan flokksins og gera hann áhugaverðan valkost fyrir komandi kosningar.
Eins og Þórður hefur sjálfur sagt þá er hann að koma óreyndur inn í stjórnmálin og þá ekki, að mínu mati, fastur í viðjum fastmótaðra hugmynda. Þórður á eftir að hafa góð áhrif á mótun nýrra leiða sem þjóðin þarf að fara, nýrra leiða byggða á gildum Sjálfstæðisstefnunar. Þó Þórður sé að koma nýr inn í stjórnmálin er hann ótrúlega vel inn í öllum þjóðfélagsmálunum og er með skýra mynd á því hvernig hann vill nálgast verkefnin sem framundan eru sama hvort það eru sjávarútvegur, landbúnaður, samgöngur eða önnur mál sem brenna á fólki í Norðvesturkjördæminu og landinu öllu.
Þórður hefur búið í nokkrum löndum evrópu á s.l. árum vegna vinnu sinnar og hefur öðlast þekkingu á hugsun og menningu þeirra þjóða sem kemur sér vel í mótun framtíðarstefnu Íslands í samfélagi þjóðanna.
Ég vil hvetja alla sem hafa kosningarétt að nýta sér hann og að setja Þórð Guðjónsson í öruggt þingsæti, við þurfum á Þórði að halda!
Magnús D. Brandsson.
Akranesi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.