Þórdís Spákona á Skagaströnd um helgina
Sagnaleikurinn um Þórdísi Spákonu verður frumsýndur í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd laugardaginn 4. október klukkan 19:30.
Leikstjóri er Bryndís Petra Bragadóttir. Höfundur leikgerðar er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Höfundar sögunnar eru: Dagný Marín Sigmarsdóttir, Sigrún Lárusdóttir og Svava G. Sigurðardóttir. Þrettán leikarar koma fram í sýningunni. Í upphafi sýningar verður gestum boðið upp á kjötsúpu. Verkið verður síðan sýnt aftur á sunnudagskvöld kl. 19:30.
Miðapantanir í síma 8615089.
