Þrettándasund á Sauðárkróki á morgun
feykir.is
Skagafjörður
05.01.2018
kl. 08.55

Benedikt afhendir forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni, rannsóknir sínar um heilsugildi sjávarbaða. Aðsend mynd.
Benedikt S. Lafleur stendur fyrir frísklegu sjávarbaði á morgun 6. desember, sem er þrettándi dagur jóla, og ætlar að leiðbeina sjávarbaðagestum sem þess þurfa. Farið verður í sjóinn við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni kl. 12.00.
„Að loknu sjávarbaði er tilvalið að ylja sér í sundlaug Sauðárkróks og/eða snæða eitthvað girnilegt á Kaffi Krók,“ segir í tilkynningu frá Benedikt en 25% afsláttur er í grillið allan laugardaginn fyrir þá sem baða sig í sjónum á þessum tíma að Benedikt viðstöddum.
Allir eru velkomnir og frekari upplýsingar veitir Benedikt í síma 659 3313.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.