Þriðji og síðasti liður Hreyfivikunnar í dag!
Í dag er þriðji og síðasti liðurinn í Hreyfiviku UMSS en Guðrún Helga Tryggvadóttir einkaþjálfari og einn af eigendum Þreksports býður okkur í Litla-Skóg þar sem hún ætlar að sýna okkur nokkrar góðar æfingar sem hægt er að gera í náttúrunni án tækja og tóla.
Feykir heyrði í Guðrúnu Helgu og spurði hana út í Hreyfivikuna og viðburðinn í dag:
- Hreyfivikan er frábært framtak. Mér finnst flott að hafa svona viku fyrir bæjarbúa og að þeir fái að njóta og upplifa fjölbreytta útivist með fjölskyldu og vinum í fallegu náttúrunni okkar. Það sem ég ætla að vera með í dag er fjölbreytt þjálfun fyrir bæði byrjendur og þá sem eru komnir lengra í þjálfun. Það geta allir verið með, fólk einfaldlega stjórnar sínu álagi. Ég ætla að vera með æfingar sem byggjast mest upp á að nota sína eigin líkamsþyngd. Èg hvet sem flesta til að koma og vera með í dag kl.17:10 í Litla-skóg, segir Guðrún Helga.
Nú er um að gera að mæta og nota þetta flotta tækifæri til þess að sjá, upplifa og læra af þessari orkumiklu konu!
Mæting er í Litla-Skóg kl.17:10-18:00 í dag, fimmtudaginn 17. júlí.