Þrymarar þrælgóðir á Würth fótboltamóti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Uncategorized
23.11.2014
kl. 12.43
Würth Iceland – football&fun, eitt stærsta fótboltamót eldri leikmanna á norðurhveli jarðar var haldið laugardaginn 15. nóvember sl. í Egilshöll í Grafarvogi. Um fimmtíu lið skráðu sig til leiks, innlend sem erlend, kvenna og karla og í nokkrum aldursflokkum.
Þrymur, hið fornfræga lið á Sauðárkróki, lét sig ekki vanta og lék einkar glæsilegan bolta í flokki 40 ára og eldri en vegna ótrúlegs misskilnings var það skráð sem Tindastóll, sem gerði raunar ekkert til þar sem allir í liðinu eru með Stólahjarta. Einn leikmanna mætti með myndavél og setti saman smá heimild frá mótinu. /Páll Friðriksson
http://youtu.be/Hol_0NraeZo