„Því sem ekki er keypt er ekki sóað“

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Mynd: Aðsend.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Mynd: Aðsend.

Þann 1. nóvember kl. 20:00 mun Stefán Gíslason flytja erindi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Stefán fjalla um ævisögur varnings á borð við föt og plasthluti og er sjónum beint að því sem einstaklingurinn getur gert til að draga úr sóun, allt frá því að ákvörðun er tekin um innkaup og þangað til varan hefur lokið hlutverki sínu.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Environice í Borgarnesi. Hann hefur haft ráðgjöf um umhverfismál að aðalstarfi í 19 ár, en var þar áður sveitarstjóri á Hólmavík í 12 ár. Síðustu ár hefur hann m.a. sinnt ráðgjöf um úrgangsmál, orkumál og loftslagsmál, einkum fyrir ráðuneyti, sveitarfélög og opinberar stofnanir. Auk þess er hann fastur pistlahöfundur á Rás 1. Stefán nálgast viðfangsefnið oft út frá nýstárlegu sjónarhorni og í víðu samhengi sem oft hvetur þá sem á hlýða til ígrundunar. Hann er jafnframt þekktur fyrir glaðbeitta framsetningu efnis.

Fyrirlestur Stefáns er öllum opinn og er í boði Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar. Er þetta annað árið í röð sem Soroptimstaklúbbur Skagafjarðar býður Skagfirðingum og nærsveitungum upp á fræðsluerindi í tengslum við starf klúbbsins.
/Fréttatilkynning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir