Tilboð í nýbyggingu Byggðastofnunar opnuð

Nýbygging Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Nýbygging Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

Síðastliðinn þriðjudag voru tilboð í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki opnuð en um er að ræða 998 fermetra byggingu á tveimur hæðum með kjallara undir hluta hússins. Tvö tilboð bárust í verkið; frá Friðriki Jónssyni ehf. og K-TAK ehf., og voru bæði tilboðin mjög nærri kostnaðaráætlun sem var kr. 568.771.490.-

Tilboð Friðriks Jónssonar ehf. reyndist lægra, eða kr. 568.864.249 sem er 100.02% af kostnaðaráætlun en tilboðið frá K-TAK var upp á kr. 575.179.623 sem er 101,13% af áætluðum kostnaði. Tilboðin eru nú í yfirferð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Á haustdögum fengu Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar það verkefni að sjá um jarðvinnu vegna byggingarinnar og er þeim framkvæmdum, sem stóðu að mestu yfir í nóvember og desember, nú lokið. Í útboði vegna byggingar skrifstofuhúsnæðisins segir að verkina skuli að fullu lokið 1. maí 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir