Tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040

Undir bláhimni við Vesturós Héraðsvatna. MYND: ÓAB
Undir bláhimni við Vesturós Héraðsvatna. MYND: ÓAB

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 25. júní að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar, ásamt umhverfismatsskýrslu, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Í tillögunni felst m.a. stefna um íbúðarbyggð, samgöngur, landbúnaðarsvæði, ferðaþjónustu, flutningskerfi raforku, efnistöku, og náttúru- og minjavernd. Aðalskipulagið er mikilvægur þáttur í að vinna að sterkum Skagafirði.

Í tillögunni er gerð grein fyrir forsendum, framfylgd stefnu, heimildum, takmörkunum og umhverfisáhrifum. Skipulagsgögnin verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is, og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is). Einnig eru gögnin aðgengileg í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki, og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 15. september 2025 til að senda ábendingar og athugasemdir við skipulagstillöguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri á vef Skipulagsgáttar undir málsnúmerinu 613/2024.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir