Tillaga að miðbæjarumhverfi á Hofsósi

MYND SKAGAFJÖRÐUR
MYND SKAGAFJÖRÐUR

Gefin hefur verið út tillaga að deiliskipulagi á Hofsósi, um er að ræða miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu, liggur frammi til kynningar frá 21. maí til og með 4. júlí 2025. Deiliskipulagið gefur heildstætt yfirbragð þar sem áhersla er lögð á vistlegt miðbæjarumhverfi. Horft er til þess að uppbygging á svæðinu styrki samfélagið og nýti innviði betur.

Skipulagssvæðið er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru í dag þrjár byggingar, við Suðurbraut 9 er verslun og gistiheimili, við Skólagötu er aflögð bensínstöð og við Lindargötu er Félagsheimilið Höfðaborg.

Hægt er að skoða skipulagstillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 1344/2024. Tillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21 á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á  heimasíðu Skagafjarðar.

Hægt er að skila inn ábendingum í gegnum Skipulagsgáttina og skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu ráðhúss eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Fleiri fréttir