Tindastóll TV slær í gegn
Það má segja að sú ákvörðun körfuknattleiksdeildar Tindastóls að senda heimaleiki meistaraflokksins út á Netinu hafi slegið í gegn því fjöldi manns hafa fylgst með leikjunum frá ýmsum stöðum hnattarins frá því að fyrsta útsending fór fram um miðjan desember.
Frá því er sagt á heimasíðu Tindastóls að á bikarleikinn sem fram fór s.l. sunnudag hafi alls 129 horft á leikinn, 121 frá Íslandi, 3 frá Svíðþóð 1 frá Frakklandi 2 frá Danmörku, 1 frá Serbia and Montenegro og 1 frá Bretlandi.
Fimmtudaginn síðasta horfðu 170 manns á útsendinguna; 157 frá Íslandi, 1 frá Svíþjóð, 1 frá Spáni, 3 frá Danmörku, 2 frá Bretlandi, 2 frá Þýskalandi, 1 frá Makedoníu, 1 frá Portugal og 1 frá USA.
það er Viggó Jónsson hjá VJ myndum sem mundar myndavélina á leikjunum og Rúnar Gíslason sem ljáir útsendingunni rödd en hann er einkar vel að sér í íslenskum körfubolta og kemur upplysingum vel til áhorfenda.