Tindastóls/Neista - stúlkurnar töpuðu naumlega í síðasta leik sumarsins

Kvennalið Tindastóls/Neista átti fínan leik á laugardag gegn einu af toppliðum 1. deildar kvenna er Haukar komu í heimsókn á Krókinn. Gestirnir gerðu þó eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var síðasti leikur skagfirsku stúlknanna í 1. deildinni þetta sumarið og ættu þær að koma reynslunni ríkari til leiks að ári en eins og fram hefur komið áður var mikill getumunur á liðunum í deildinni bæði í A og B riðli og spurning hvort ekki sé rétt að skipta í riðlana eftir styrkleika liðanna.

 

 

Fleiri fréttir