Töfrar í Króksbíói í kvöld
Einar Mikael töframaður verður með nýja jólasýningu í Króksbíói í kvöld klukkan 19:30 en hann hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Einar segir að sýningin sé troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum og leyfir hann áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni. Það sem ekki er verra velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum svo nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði ásamt því verður leynigestur með Einari.
Strax eftir sýningarnar er gestum boðið uppá myndatöku með Einari og hægt er að kaupa ýmsan töfravarning eftir sýningarnar galdrabækur og töfradót. Miðar seldir við innganginn á 1.500 kr. stykkið. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndbrot frá sýningu með Einari Mikael.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.